Kennimerkið okkar
Auðþekkjanlegasti þátturinn í vörumerki myPOS.
Kennimerkið má eingöngu nota í samræmi við reglurnar sem eru tilgreindar í þessum leiðbeiningum og ekki má breyta því á nokkurn hátt.
Notaðu alltaf kennimerkin frá myPOS sem hægt er að hlaða niður og ekki reyna að endurskapa kennimerkið.
Litaða kennimerkið sem er sýnt hérna á eingöngu að nota á hvítum bakgrunni eða ljósgráum bakgrunni.
Lágmarksstærð
á skjánum: 30 px hæð
á prenti: 8 mm hæð
Samþykkt afbrigði kennimerkis
Fyrir utan kennimerkið í lit eru til tvö alhvít og alsvört afbrigði.
Hvíta myPOS-kennimerkið á að nota á bakgrunni sem er nægilega dökkur til að gefa góð birtuskil og læsileika.
Nota verður svarta myPOS-kennimerkið á ljósum bakgrunni og litaskilin þurfa að vera nægileg til að kennimerkið sé læsilegt.
Þessi afbrigði skal einnig nota þegar ekki er hægt að nota lit.
Leyfðu kennimerkinu að anda
Hafðu nægilega mikið hvítt svæði í kringum kennimerkið.
Lágmarksstærð auða svæðisins sem verður að vera í kringum kennimerkið er jafngild breidd bókstafsins „m“ í því.

Óleyfileg notkun kennimerkisins
Fylgdu eftirfarandi reglum þegar þú notar kennimerki myPOS:
- Ekki bæta skuggum við.
- Ekki nota litaða kennimerkið á dökkum bakgrunni.
- Ekki aflaga lögun kennimerkisins.
- Ekki nota kennimerkið sem mynstur.
- Ekki nota alblátt kennimerki.
- Ekki breyta litunum á kennimerkinu.
- Ekki halla kennimerkinu.
- Ekki breyta svörtu hlutunum í litaða kennimerkinu.
- Ekki nota kennimerkið á marglitum bakgrunni.
- Ekki setja neitt inn í kennimerkið.
- Ekki fjarlægja neitt úr kennimerkinu.
- Hafðu nægilega mikið hvítt svæði samkvæmt kröfum okkar um hvítt svæði.

Ekki bæta skuggum við.
Ekki nota litaða kennimerkið á dökkum bakgrunni.
Ekki aflaga lögun kennimerkisins.

Ekki nota kennimerkið sem mynstur.
Ekki nota alblátt kennimerki.

Ekki breyta litunum á kennimerkinu.
Ekki halla kennimerkinu.

Ekki breyta svörtu hlutunum í litaða kennimerkinu.

Ekki nota kennimerkið á marglitum bakgrunni.

Ekki setja neitt inn í kennimerkið.

Ekki fjarlægja neitt úr kennimerkinu.
Hafðu nægilega mikið hvítt svæði samkvæmt kröfum okkar um hvítt svæði.
Fast útlit samstarfs
Föst samsetning kennimerkisins samanstendur af nokkrum þáttum sem eru fastir saman til að tryggja samræmi í öllum miðlum. Þessi fasta samsetning á að vera notuð þegar við sýnum samstarfsaðila okkar og hún verður að fylgja eftirfarandi grundvallarreglum:
Ekki má taka föstu samsetninguna í sundur eða breyta henni á nokkurn hátt.
Kennimerkið okkar á að vera staðsett vinstra megin við kennimerki samstarfsaðila.
Aðskildu kennimerkin með línu eins og sýnt er á myndinni.
Liturinn á línuskilunum á að vera í samræmi við kennimerki myPOS-myPOS svart þegar litaða eða svarta afbrigði kennimerkisins er notað og hvítt þegar hvíta kennimerkið er notað.
Kennimerki samstarfsaðila skal vera jafn stórt og má ekki yfirgnæfa kennimerki myPOS.
Lágmarksstærð myPOS kennimerkisins í föstu samsetningunni er 30px hæð á skjánum í stafrænu efni og 8 mm hæð í prentuðu efni.

Breytur fyrir fast útlit samstarfs



Kennimerki samþykkts endurseljanda
„Samþykktur endurseljandi“ á að nota eftir staðfestingu frá söludeild myPOS. Þessi notkun fer eftir hverju tilfelli og er bundin af sérstökum skilyrðum sem samstarfsaðilinn þarf að uppfylla.
Mælt er með að nota aðeins eitt kennimerki fyrir myPOS samþykktan endurseljanda á hvert svæði þar sem vörur frá myPOS eru sýndar og auðkenni endurseljanda er birt.
Gættu þess að láta vörumerki endurseljandans alltaf vera miðpunktinn. Kennimerki fyrir myPOS samþykktan endurseljanda ætti að vera minna en kennimerki endurseljandans en nógu stórt til að vera læsilegt.
Fara verður eftir fyrirmælum um hvíta svæðið og lágmarksstærð fyrir kennimerkið fyrir myPOS samþykktan endurseljanda.
Afbrigðin af kennimerkjum fyrir myPOS samþykktan endurseljanda má nota þegar bakgrunnurinn gefur ekki nógu góð litaskil eða litaða kennimerkið er ekki tiltækt.
Ekki breyta kennimerkinu fyrir myPOS samþykktan endurseljanda á neinn hátt.
Dæmi um notkun á kennimerki samþykkts endurseljanda
Notaðu dæmin hérna til viðmiðunar um hvernig á að nota kennimerkið fyrir myPOS samþykktan endurseljanda í ólíku markaðsefni.
Ef þú hefur fleiri spurningar um notkun á kennimerkinu fyrir myPOS samþykktan endurseljanda geturðu haft samband við okkur á [email protected]
merkingar á bílum

merkingar á bolum

merkingar á framhlið verslana

nafnspjöld

prentuð auglýsing

Litir vörumerkis
Við notum myPOS Black og myPOS Blue sem aðalliti vörumerkisins.
Gildin sem koma fram hérna hafa verið fínstillt fyrir stafrænt og prentað efni.
Notaðu litina sem eru tilgreindir hérna. Ekki nota sjálfvirku litaverkfærin í hugbúnaðinum þínum.
- myPOS Blátt
- C100 M45 Y0 K0
- R0 G113 B243
- HEX #0071F3
- PMS 2195C
- myPOS Black
- C0 M0 Y0 K95
- R24 G24 B24
- HEX #181818
- PMS Black 6C
Letur
Við notum Inter sem letur vörumerkisins. Bæði í prentuðu og stafrænu efni.
Þetta letur hefur verið sérstaklega hannað og fínstillt fyrir notkun á skjá. Það er með hundruðir afbrigða af sumum táknum og hægt er að nota það með öllum tungumálum sem við notum. Samtímis kemur lögun letursins með nútímalegt útlit sem passar fullkomlega við vörumerkið okkar.
Sækja Inter-letriðInter
ABCDEFGHIJKLMNOPQRS
abcdefghijklmnopqrstuvwxyz
1234567890@#$%&*
ABCDEFGHIJKLMNOPQRS
abcdefghijklmnopqrstuvwxyz
1234567890@#$%&*





