Svona erum við
Hugmyndin að myPOS myndaðist út frá þeirri sýn að allir söluaðilar, óháð tegund og stærð fyrirtækisins, eiga skilið að nýta sér tæknina til að taka á móti greiðslum.
myPOS var hannað á grundvelli þessa markmiðs sem alþjóðleg greiðslulausn sem gerir verslunum kleift að taka við ólíkum greiðslumátum og lágmarka um leið rekstrarkostnað sinn.
Allt frá stofnun myPOS árið 2014 hefur það notið aukinna vinsælla og stöðugrar aukningar á fjölda viðskiptavina og færslumagni í öllum löndum þar sem fyrirtækið starfar.
Lítil og miðlungsstór fyrirtæki í Evrópu þekkja nafn okkar og við stefnum sífellt að því að uppfylla væntingar þeirra með stöðugri þróun á vörum og fríðindum frá myPOS.
myPOS pakkinn er framsækin, tilbúin greiðslulausn yfir allar söluleiðir sem færir verslunum sveigjanleika og frelsi til að taka við margvíslegum greiðslumátum og stjórna peningaflæði sínu.
Heiti okkar
myPOS® er skráð vörumerki í Evrópusambandinu, Bretlandi og Sviss og sem slíkt má ekki nota það í neinu stafrænu eða prentuðu efni nema með samþykki frá stjórnendum vörumerkisins.
Rétta leiðin til að skrifa nafn okkar er með því að skrifa „my“ í lágstöfum og „POS“ með hástöfum eins og er sýnt hérna.
my með lágstöfum
POS með hástöfum
MyPos
mypos
MyPOS
Mypos
Gildi vörumerkisins
Fjölhæfni
Við erum fim, fljót að læra og aðlögum okkur að hinum síbreytilega heimi viðskiptanna
Fyrir alla
við tökum vel á móti og kunnum að meta fjölbreytileika fólks og fyrirtækja
Nýsköpun
við hugsum fram á við og finnum upp nýjar leiðir til að gera hlutina
Sveigjanleiki
Við hönnum vörur okkar og þjónustu með vöxt í huga
Samstarf
við náum árangri með nánu samstarfi við viðskiptavini, samstarfsaðila og hvert annað
Stefna vörumerkisins
myPOS er staðráðið í að verða fyrsti valkosturinn í Evrópu sem greiðslulausn fyrir söluaðila af öllum stærðum og koma í veg fyrir þörfina á að stofna bankareikning og viðhalda honum. Þetta er ekki bara posi með færsluhirðingu, heldur myPOS - fullbúinn greiðsluvettvangur með rafpeningareikningi!
Lítil og miðlungsstór fyrirtæki í Evrópu þekkja nafn okkar og við stefnum sífellt að því að uppfylla væntingar þeirra með stöðugri þróun á vörum og fríðindum frá myPOS.
Stefna vörumerkisins er að hjálpa verslunum að láta fyrirtæki sitt dafna með því að bjóða upp á yfirgripsmikið úrval af greiðsluleiðum á viðráðanlegu verði og sífellt vaxandi viðbótarþjónustu sem byggist á nýjustu tækni og býður upp á þægilega upplifun.
Persónuleiki
Persónuleiki vörumerkisins kemur út frá gildum þess (fjölhæfni, nýsköpun, samstarf, fyrir alla og sveigjanleiki) og hann skilgreinir hver við erum, hvernig við gerum hlutina, hvernig við komum fram við hvert annað og viðskiptavini okkar.
Þú sem samstarfsaðili ert fulltrúi fyrir myPOS þegar þú talar við hugsanlega viðskiptavini. Þess vegna er nauðsynlegt að það sem þú segir og framleiðir sé í samræmi við afstöðu myPOS vörumerkisins.
Við ætlumst til þess að allir samþykktir samstarfsaðilar okkar hafi gildi okkar og ímynd vörumerkisins alltaf í huga.
Söluaðilar eru miðpunkturinn í starfsemi okkar og þá á alltaf að koma fram við af virðingu, þannig að hafðu þarfir þeirra og áhyggjuefni í huga.
Framsækni
Fagmennska
Áreiðanlegur
Aðgengilegt
Með vinsældir á heimsvísu
Tónn
Rödd vörumerkisins skilgreinir hvernig við hljómum og hvernig fólk lítur á okkur. Hún er grundvöllurinn í öllum vörumerktum samskiptum okkar.
Fullt áhuga og þekkingu
Tekur mið af sjónarmiði viðskiptavinarins
Viðkunnanlegt - það hljómar eins og manneskja, ekki eins og vél eða fréttatilkynning
Virkt - notar virkar sagnir til að færa viðskiptavini fljótt að niðurstöðunni eða aðgerðum
Kann á tæknina, en forðast að nota óhóflega flókið tæknimál
Dæmi um tón
Dæmi sem útskýrir tafarlausa afgreiðslu á einfaldara máli.
Allir viðskiptavinir myPOS fá tafarlausa greiðslu á peningunum sem berast með kortagreiðslum á vefgátt myPOS.