Taktu við greiðslum með Mastercard

Byrjaðu að taka við Mastercard greiðslum með myPOS og bjóddu upp á þægindi, notendavænleika og öryggi fyrir kaupendur þína, hvort sem þú rekur netverslun eða hefðbundna verslun.

Með því að bjóða greiðslur í gegnum eina af vinsælustu greiðsluleiðunum um allan heim geturðu byggt upp traust og komið á fót langvarandi sambandi.

Hvað er greiðsla með Mastercard?

Greiðslur með Mastercard eru nauðsynleg þjónusta hjá öllum fyrirtækjum. Þjónusta Mastercard greiðslugáttarinnar er á meðal vinsælustu lausnanna fyrir netgreiðslur og gera bæði litlum og stórum verslunum kleift að mæta óskum viðskiptavina um allan heim um hvernig þeir vilja greiða. Greiðsla með Mastercard eru allar færslur sem eru gerðar með Mastercard kreditkortum, debetkortum eða fyrirframgreiddum kortum.

Mastercard er alþjóðlegt kortafyrirtæki og tryggir örugga og skilvirka greiðsluvinnslu sem tryggir að greiðsluupplýsingar eru sendar með öruggum hætti og að peningarnir verða fljótt millifærðir á reikninginn þinn. Með því að hefja samstarf við myPOS geturðu boðið kaupendum upp á þennan greiðslumáta með því að nota nýtt tæki eða app sem hentar kröfum fyrirtækisins þíns.

Hvernig virkar greiðsla með Mastercard?

Með því að taka við greiðslum með Mastercard er hægt að gera kaupendum kleift að ganga fljótt frá greiðslunni á netinu. Það eru nokkur skref sem þarf til að tryggja örugga greiðslu.

Ef kaupandinn er að kaupa vöru í verslun þarf hann að sýna Mastercard kortið sitt við afgreiðslukassann og strauja kortið, setja það í kortalesarann eða leggja það upp að honum. Þetta er líka hægt að gera með snjalltæki sem er tengt við stafrænt veski eins og Apple Pay, Google Pay, eða annað greiðsluapp. Þegar um netverslun er að ræða þarf kaupandinn að gefa upp kortaupplýsingar sínar á greiðslusíðunni þinni eða nota vistað Mastercard kort fyrir hraðari afgreiðslu.

Ferlið er fljótlegt og auðvelt og gerir notendum kleift að greiða á netinu á augabragði eða nota færanlegan posa. 

Næst eru veittar upplýsingar sendar á öruggan hátt til færsluhirðisbanka verslunarinnar í gegnum greiðslugátt með þróuðum dulkóðunaraðferðum til að verja gegn svikum.

Gögnin eru send til Mastercard netsins og útgáfubankans til staðfestingar.

Þegar viðskiptin hafa verið staðfest er búinn til heimildarkóði sem staðfestir greiðsluna. Peningarnir eru sendir frá reikningi viðskiptavinarins á reikning fyrirtækisins.

Hvernig er tekið við greiðslum með Mastercard?

Til að byrja að taka við Mastercard í fyrirtækinu þínu þarftu aðeins að setja upp reikning fyrir fyrirtæki hjá myPOS. Við styðjum að fullu fjölda leiða - á netinu, í verslun og greiðsluhlekki. Þessi sveigjanleiki veitir tækifæri fyrir ólíkar rekstrarleiðir og gerir fyrirtækjaeigendum kleift að sýna fjölhæfni.

myPOS tæki og öpp taka við greiðslum með Mastercard í gegnum snjalltæki, Apple Pay, Google Pay og öðnnur stafræn veski, ásamt hefðbundnum posum.

Eiginleikar eins og öruggir einnota kóðar tryggja að þú getir verndað viðskiptavini þína gegn svikum og veitt þeim hugarró.

Satispay payment card Satispay payment card

Hvers vegna að velja myPOS fyrir fyrirtækið þitt?

Kynntu þér hvers vegna myPOS er ákjósanleg Mastercard greiðsluþjónusta. Nýttu þér greiðsluleiðir okkar, greiðslumáta í mörgum gjaldmiðlum og tafarlaust uppgjör sem er gert á örfáum sekúndum!

Various payment channels

Fjöldi ólíkra greiðsluleiða

Einn helsti kosturinn við myPOS er möguleikinn á að taka við greiðslum með Mastercard í gegnum margar leiðir. Þú getur tekið við greiðslum á netinu í gegnum vefverslunina þína, í verslun og í gegnum ýmsar mismunandi greiðslulausnir, eins og greiðsluhlekki.

Reikningur í mörgum gjaldmiðlum

Greiðslur í mörgum gjaldmiðlum

Með myPOS geturðu tekið við greiðslum í ýmsum gjaldmiðlum, sem gerir þér kleift að þjóna viðskiptavinum af mismunandi þjóðernum. Þetta er frábær valkostur bæði fyrir fyrirtæki sem starfa með gestum á staðnum og í gegnum netverslun.

Real-time crediting of funds

Uppgjör samstundis

myPOS sker sig úr öðrum lausnum á markaðnum með tafarlausu uppgjöri okkar. Ólíkt öðrum greiðsluþjónustuaðilum tryggjum við að greiðslur frá viðskiptum með Mastercard berist á reikninginn þinn fyrir fyrirtæki á nokkrum sekúndum. Þessi skjóti aðgangur að peningum gerir eigendum fyrirtækja kleift að bæta peningaflæði sitt og stjórna fjármálum betur.

Transparent and competitive prices

Samkeppnishæf gjöld

Hjá myPOS greiða verslanir aðeins lágt hlutfall af færslunni sem færslugjald án falins kostnaðar eða mánaðarlegra gjalda. Slíkt samstarf getur hjálpað þér að skipuleggja rekstrarkostnaðinn enn nákvæmar og draga úr kostnaði. Verðlíkanið okkar hentar vel fyrir öll fyrirtæki sem leita leiða til að bæta upplifun viðskiptavina, hlúa að beinu sambandi við kaupendur og auka söluna á hagkvæman hátt.

Algengar spurningar

Spurningum þínum svarað

Að taka við Mastercard greiðslum þýðir að fyrirtæki þitt getur tekið við og unnið úr viðskiptum sem gerð eru með Mastercard debet-, kredit- og fyrirframgreiddum kortum. Með öðrum orðum, þú ert að gera kaupendum þínum kleift að nota Mastercard kortið sitt til að greiða fyrir vörur þínar eða þjónustu, hvort sem þeir eru að vafra á netinu eða kaupa í verslun.

Já, greiðslur með Mastercard hjá myPOS eru afar öruggar þökk sé þróuðum dulkóðunar- og öryggisaðferðum. Öll Mastercard viðskipti með myPOS eru örugg vegna eiginleika eins og einnota kóða, svikavarnarkerfis og fleira. Bæði verslanir og viðskiptavinir eru að fullu verndaðir gegn svikum og óheimilum greiðslum.

Sem eitt af þróuðustu og vinsælustu kortanetum í heimi hjálpar Mastercard til við að byggja upp traust meðal kaupenda og þjónar sem sönnun á lögmæti fyrirtækis þíns. Með því að bjóða upp á greiðslur með Mastercard geturðu bætt upplifun viðskiptavina þinna og aukið sölu í gegnum viðurkennda og vinsæla greiðsluaðferð. Að auki geturðu skapað alþjóðlegan viðskiptavinahóp og náð til stærri hóps kaupenda í mismunandi löndum.

Til að byrja að taka við greiðslum með Mastercard með myPOS þarftu aðeins að stofna reikning fyrir fyrirtæki og velja tæki eða greiðslulausn sem hægt er að innleiða í fyrirtækið þitt. Ekki hafa áhyggjur, ef þú þarft aðstoð getum við leiðbeint þér í gegnum ferlið.

Með myPOS færðu samstundis aðgang að peningunum þínum. Þú færð peningana inn á reikninginn þinn fyrir fyrirtæki 4 sekúndum eftir að færslan hefur verið samþykkt, sem getur haft jákvæð áhrif á peningaflæði þitt og fjármálastjórnun.

Mastercard er bara einn af nokkrum greiðslumátum sem þú getur notað í samstarfi með myPOS. Hér eru nokkrir aðrir greiðslumöguleikar sem þú getur boðið viðskiptavinum þínum.

Aðrir greiðslumátar?

Visa Electron

Maestro

V Pay

Bancontact

iDEAL

Apple Pay

Google Pay

Cookie

Veldu kökustillingu

Loading…
Loading the web debug toolbar…
Attempt #